Hard life

Það virðist vera mjög ótrygg atvinna að starfa við flug.

Atvinnuástand hjá flugmönnum var nú ekki það gott fyrir og þegar þetta bætist við puff...

Nú les ég þessa frétt þannig að það sé ekki búið að segja þeim upp sem verður sagt upp, hlýtur að vera frekar erfitt að hafa slikt hangandi yfir sér sér í lagi ef viðkomandi er búin að ráðstafa framtíðartekjum sínum að miklu leyti og má því ekki við launalækkun.

 

Segið mér, hversu áhættufælin/sækin eruð þið þ.e. hvað þyrftu laun ykkar að vera mörgum % hærri til að færa ykkur yfir í óörugga atvinnugrein s.s. flug versus að vinna hjá ríkinu ef við gefum okkur að aðrir þættir s.s. starfsánægja séu fastar???


mbl.is Útlit fyrir fjöldauppsagnir hjá Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mætti ekki minnka nema um mesta lagi 15%.

Hef ásamt konu minni um það bil 1250 þúsund í heildarlaun á mánuði, rekum tvo bíla og vorum að stækka við okkur.  Viljum auðvitað leyfa okkur það sama og við gerum yfirleitt, s.s gott frí erlendis um sumar og stórhátíðir.

Þetta er ekki gott ástand en held samt að úr rætist.

Björn (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 23:05

2 identicon

Góð spurning, þar sem öll launin eru notuð og meira til þá myndi ég ekki treysta mér að lækka í launum en samt sem áður ef ég væri á byrjunreit og ekki komin út í miklar skuldbindingar þá myndi ég meta atvinnuöryggið ca 10%

Guðný (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband