Gott mál

Auðvitað er ekki gott mál að greyið barnið lendi í að vera þetta bitbein en á hinn bóginn er fínt að fá úr því skorið hvort skólinn geti leyft að boðskortum sé dreift á skólalóðinni. Einhverntímann las ég að sænsk löggjöf sé mun strangari í eineltismálum og hægt sé að lögsækja skólann og er hann skaðabótaskyldur ef ekki er tekið á eineltismálum. Einnig er gerandinn færður í annan skóla en ekki þolandi. Að mínu mati gott mál

Á hinn bóginn finnst mér ótrúlegt að enn séu til foreldrar sem leyfa börnum sínum á þessum aldri að undanskilja 2 að heilum bekk.

Fólk er fífl 


mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Og svo eru Íslendingar stöðugt vælandi að Ameríkanar séu ruglaðir. Gott ef norðurlöndin slá ekki allt út.

Linda (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 10:57

2 identicon

En hvað fór úrskeiðis þegar hinn strákurinn bauð EKKI þessum í sitt afmæli? Fór það framhjá kennaranum, eða hvað? Á maður að vera neyddur að bjóða "hrekkjusvínunum" í afmæið? Það geta ekki allir verið eins og Jésú!

albert (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:06

3 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Aldrei var mér boðið í afmæli - og þó var ég ekki "hrekkusvín".

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.6.2008 kl. 11:13

4 Smámynd: Anna Guðný

Skilur fólk ekki muninn á því hvort þú býður í afmæli heiman frá þér eða í skólanum? Skólinn setur sínar reglur og ber  foreldrum sem öðrum að fara eftir þeim. Í þessu tilfelli er það skylda skólans að mismuna ekki börnum á neinn hátt. Ef þú hins vegar vilt gera þetta á einhvern annan hátt gerir þú það heiman frá þér. Er virkilga svona erfitt að skilja muninn?

En Kona, það eru því miður enn til fólk sem leyfir börnunum sínum að undanskilja 1-2 en það er oftast vegna hugsunarleysis. Það fattar ekki hvað það gerir fyrr en kannski allt í einu þegar þeirra barn lendir í þessari aðstöðu.

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband