24.6.2008 | 09:32
Hvað er að??
Einungis 6 sækja um eina þá mest spennandi skólastjórnunarstöðu sem auglýst hefur verið á Norðurlandi í langan tíma. Í vor var auglýst skólastjórastaða í Brekkuskóla og aðeins 3 sóttu um. Hvað veldur? Fjöldi fólks hefur verið að mennta sig í stjórnun skólastofnanna en af hverju skila umsóknir frá þeim aðilum sér ekki?
Ég hef sagt það áður og segi það enn að ég held að skólastjórnun sé eitt allra erfiðasta stjórnunarstarf sem hægt er að vinna. Skólastjorar hafa marga hagsmunaaðila og þeirra undirmenn, kennarar, eru margir hverjir vanir að stjórna sér sjálfir og kjarasamningar hefta stjórnunarlega möguleika all svakalega. Til að fá besta fólkið í þessi störf þá þurfum við að borga en í dag fá skólastjórnendur alls ekki góð laun. Ég held fyrir skóla að meðalstærð sé launin rétt rúmur 500 kall sem er auðvitað arfalélegt fyrir starf sem krefst 24/7, góðrar menntunar, mikils áreitis, leiðtogahæfni og hugmyndaauðgi.
6 sóttu um Naustaskóla en tveir í Hríseyjarskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:46 | Facebook
Athugasemdir
Er 500 kallinn grunnlaun eða meðallaun? Eru skólastjórar að fá fastar aukagreiðslur?
Magnús (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 09:56
skólastjóri í meðalskóla nær ekki 500 kallinum og þeir eru allir á fastlaunasamningi án nokkurra aukagreiðslna.
Skólastjóri (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 11:09
Ég er sammál því að ég tel skólastjórastarfið sé mjög erfitt og alltof viðamikið. Margir skólastjórar hafa hætt í starfi undanfarið. Án þess að hafa heimildir fyrir ástæðunum þá held ég að það hljóti að vera of mikið álag og laun ekki greidd í samræmi við það. En það er ekki nóg að hækka launin því álagið er of mikið því þarf að bæta við starfsfólki í stjórnun, það þarf að færa til verkefni. Þótt launin hækki þá hefur skólastjórinn ekki meiri orku eða tíma.
Rósa Harðardóttir, 24.6.2008 kl. 11:32
Skólastjórnun er gríðarlega skemmtilegt starf en auðvitað krefjandi,- eins og flest skemmtileg störf. Og launin ekki mikið til að hrópa húrra yfir,- rígbundinn fastlaunasamningur og engar sporslur eða nokkuð þess háttar. ´
En vinnan ofboðslega skemmtileg ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.6.2008 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.